Archive for May, 2006

Da Vinci Code (Ron Howard: 2006)

Mig langar til að þakka Árni Svani fyrir boðið og skemmtilega innlýsingu á « The Da Vinci Code » sem ég var orðin spennt að sjá þrátt fyrir mjög dræmar viðtökur franskra gagnrýnenda. Ég er búin að lesa kvikmyndagagnrýnina sem stráfelldi myndina í Cannes og því undirbúin hinu versta – einn kvikmyndagagnrýnandi tekur svo til orða að þar sem myndin fari svo mikið eftir bókinni að « handritið gæti hafa verið skrifað í métro á milli Invalides og Durock ». Það er heldur ómaklegt, enda áðurnefndar stoppistöðvar einhvers staðar frá helvíti. Maður silast í gegn og er að drepast úr leiðindum. Read the rest of this entry »

Advertisements

Leave a Comment