Archive for February, 2006

Max (Menno Meyjes: 2002)

Max olli miklum deilum þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu. Myndin fjallar um hinn áttavillta Adolf Hitler og gyðinginn og gallerí-eigandann Max Rothman. Max sér dulda hæfileika í Hitler og styður hann fjárhagslega til að leita að eigin rödd og tjá hana á strigann. Hitler togast hins vegar á milli þess að vera málari eða pólitíkus. En hvað var það sem fékk Hitler til að velja pólitíkina fram yfir listina? Var það bara hending, meðvituð ákvörðun, örlög??? Eða valdi hann kannski hvoru tveggja? Read the rest of this entry »

Advertisements

Comments (3)

Broken Flowers (Jim Jarmusch: 2005)

Að áeggjan frúarinnar settist ég niður í kvöld og horfði með henni á Broken Flowers sem er nýjasta mynd Jim Jarmusch. Það var kærkomið að taka sér smá pásu eftir alla Tarkovsky-yfirleguna – þetta er einskonar millibilsástand. Myndin er áhugaverð, en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun á henni ennþá. Get þó nefnt að eitt skot í henni minnti mig á Stalker 😉

Leave a Comment

In the Year of the Pig (Emile de Antonio: 1968)

Ég sá þessa áhugaverðu heimildarmynd í dag. Hún fjallar um Víetnamstríðsins, er gerð í upphafi þess og varpar að mörgu leyti áhugaverðu ljósi á það. Myndin er úthrópuð sem ómerkileg áróðursmynd í einum ummælum á IMDb. Ég er ósammála því – myndin tekur kannski afstöðu en margar raddir fá að heyrast, bæði raddir fylgismanna og andstæðinga stríðsins. Sumpart má segja að rödd myndarinnar sjálfrar sé samsett úr röddum margra ólíkra einstaklinga, viðmælenda kvikmyndagerðarmannanna. Hver slík rödd er kannski eins og orð eða setningarhluti í þeirri orðræðu sem myndin öll er.  Afar fróðleg mynd semsagt.

Leave a Comment

The Constant Gardener (Fernando Meirelles: 2005)

Við horfðum á The Constant Gardener í kvöld. Hún er prýðilega gerð og afar vel leikin. Tilnefningar til verðlauna og verðlaunin sem hún hefur unnið koma síður en svo á óvart. Rachel Weizs þótti mér takast sérlega vel upp í hlutverki Tessu.

Myndin geymir áhugaverð siðferðisstef sem má bæði skoða sem slík (lyfjatilraunir á fólki) og sem dæmi um tiltekið viðhorf (níðst á þriðja heiminum og Afríku). Hún geymir jafnframt áhugaverð trúarstef og trúarlegar vísanir, m.a. til Adams og Evu (Adam sem uppkast, Eva sem lokagerð), sektarkenndar og verkaréttlætingar svo eitthvað sé nefnt.

Margt fleira mætti segja um þessa mynd, Gunnlaugur bloggar um hana á annálnum sínum og ég bæti e-u við á morgun.

Leave a Comment

The Ipcress File (Sidney J. Furie: 1965)

Þá sá ég loksins The Ipcress File (Sidney J. Furie: 1965) en hún er vanalega á listum yfir bestu og mikilvægustu njósnamyndir sögunnar.

Myndin gjörsamlega heillaði mig frá fyrsta skoti. Hún er ótrúlega vel tekin, og kannski jafnvel aðeins of vel tekin. Það sem ég á við er að það er gengið svo langt í að setja upp frumleg skot að á stundum dettur maður út úr sögunni og sér ekkert annað en skotin. En svona á heildina litið þá hjálpar kvikmyndatakan heilmikið við að skapa andrúmsloft samsæris og ofsóknaræðis.

Michael Caine er stórkostlegur í hlutverki sínu og í raun finnst mér hann sjaldan hafa verið betri.

Leave a Comment

Walk the Line (James Mangold: 2005)

Við Halldór skelltum okkur á Walk the Line eftir vinnu í dag. Ég ákvað að láta slag standa og fara með Halldóri þótt Keli hafi mælt með því að fara á myndina með frúnni. Af guðfræðistefjum er hér nóg, synd og fall, uppgjör og endurlausn, sorg og bróðurmissir, ofbeldiskenndur faðir og fleira og fleira. Það var meira að segja vísað til fórnar Ísaks á einum stað – veit þó ekki hvað skyldi lesa út úr því.

Það er afar áhugaverð sena um miðbik myndarinnar þegar vendipunktur verður í lífi Cash. Það afturhvarf er sett fram með þeim hætti að það passar skemmtilega við lögmáls/fagnaðarerindisaðgreininguna sem er mér svo hugleikin. Ekki spillir fyrir að myndin er þrælskemmtileg og að leikararnir standa sig alveg hreint ótrúlega vel.

Þetta var ágætis millikafli meðan ég beið eftir athugasemdum um Stalker. Þær hafa nú borist og mér er ekki til setunnar boðið – eða kannski er það öfugt: Mér er einmitt til setunnar boðið 😉 Stalkerinn bíður og ég er spenntur að halda áfram með honum, prófessornum og rithöfundinum. Við höldum því til móts við Emmaus …

Leave a Comment

Nuit et brouillard (Alain Resnais: 1955)

Við sáum Night and Fog eða Nuit et brouillard eftir Resnais í kvikmyndafræðinni í dag. Myndin var tekin sem dæmi um heimildarmynd (með smá tilraunamyndarívafi). Þetta er mögnuð helfararmynd sem spannar helförina frá upphafi til enda. Hún varpar jafnframt fram ögrandi spurningum um ábyrgð og endurtekningu. Þetta er mynd sem Gunnlaugur hefur örugglega tekið fyrir í sinni stóru rannsókn á helfararmyndum.

Leave a Comment

Older Posts »